Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:48 Ástralska leikkonan Nicole Kidman í gærkvöldi. Vísir/afp Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira