Í gær fengu landsliðsmennirnir frídag og nýttu margir leikmenn tækifærið og skelltu sér í eyðimörkina þar sem þeir fengu að prófa hina svokölluðu "buggy" torfærubíla.
Í ljós kom að Birkir Bjarnason er greinilega ekki jafn góður undir stýri og hann er á fótboltavellinum en það tók hann ekki nema nokkrar sekúndur að velta bílnum.
Sem betur fer var enginn skaði skeður en Birkir mun væntanlega fá nokkur skot frá liðsfélögum sínum vegna þessa. Miðað við viðbrögð Birkis virtist hann þó hafa húmor fyrir þessu öllu.
Áður höfðu leikmenn m.a. skellt sér í golf og skemmtisiglingu á lúxussnekkju. Ekki amaleg æfingarferð það.
Landsliðið mun halda æfingum áfram næstu daga í Katar áður en liðið mætir heimamönnum næstkomandi þriðjudag. Verður það í fyrsta skipti sem að liðin mætast.