Fótbolti

Vildi frekar fá Insigne inn á en að fara sjálfur inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniele De Rossi hefur leikið sinn síðasta landsleik.
Daniele De Rossi hefur leikið sinn síðasta landsleik. vísir/getty
Daniele De Rossi skildi ekkert í því þegar hann var sendur að hita upp í leik Ítalíu og Svíþjóðar í umspili um sæti á HM.

Svíar unnu fyrri leikinn 1-0 og vörðust af krafti á San Siro í gær.

De Rossi brást illa við þegar hann var beðinn um að hita upp í leiknum í gær. Hann benti reiðilega á Lorenzo Insigne sem var einnig á varamannabekknum.

Staðan á þessum tímapunkti var 0-0 sem urðu svo lokatölur leiksins. Ítalíu mistókst því að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1958.

„Ég sagði bara að það væri skammt eftir, við þyrftum að skora og það væri betra að láta framherja hita upp. Ég benti líka á Insigne,“ sagði De Rossi eftir leikinn í gær.

„Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern. Á þessum tímapunkti fannst mér að það væri betra að Insigne kæmi inn á í staðinn.“

De Rossi og Insigne sátu allan tímann á varamannabekknum. Giampiero Ventura, þjálfari ítalska landsliðsins, fékk mikla gagnrýni fyrir að nota Insigne ekki, í ljósi þess í hvaða stöðu Ítalía var í.

Eftir leikinn í gær greindi De Rossi frá því að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Gianluigi Buffon, Giorgio Chiellini og Andrea Barzagli hafa einnig spilað sinn síðasta landsleik.


Tengdar fréttir

HM eða heimsendir

Það vantar ekki dramatíkina á forsíðu ítalska blaðsins La Gazzetta dello Sport í dag.

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×