Mótmælendur bauluðu á bandarísku sendinefndina á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 11:08 Hópur fólks stóð fyrir setumótmælum fyrir utan kynningu bandarísku sendinefndarinnar í gær. Ein krafa mótmælenda er að jarðefnaeldsneyti verði skilið eftir neðanjarðar. Vísir/EPA Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39