Eiturlyf, eldhætta, unglingadrykkja og skelfilegur frágangur á Secret Solstice Benedikt Bóas skrifar 15. nóvember 2017 07:30 Secret Solstice fær falleinkunn frá 10 umsagnaraðilum. Vísir/Andri Borgarráð Reykjavíkur hefur fengið tíu umsagnir um tónlistarhátíðina Secret Solstice. Borgaryfirvöld munu nú fara yfir umsagnirnar og taka afstöðu til þess hvort áframhald verður. Þegar umsagnirnar eru skoðaðar kemur ýmislegt miður fallegt í ljós. Í lokaskýrslu Þróttar kemur fram að frágangur eftir gleðina tók mun lengri tíma en gert var ráð fyrir. „Umgengnin á svæðinu var vægast sagt hræðileg og tiltekt og lagfæringar á völlunum tóku alltof langan tíma. Illa gekk að ná sambandi við forsvarsmenn hátíðarinnar varðandi tiltekt á svæðinu og þegar náðist í þá forsvarsmenn þá voru viðbrögðin hæg og léleg,“ segir í skýrslu Þróttar. Þar kemur einnig fram að gert hafi verið ráð fyrir að svæðið yrði ekki nýtt til æfinga frá 5. júní til 19. júní en æfingar hófust 26. júlí eða skömmu fyrir hina alþjóðlegu Rey Cup. „Verði af hátíðinni að ári þarf að leggja alla áherslu á og tryggt að gengið verði hratt og vel til verks við frágang eftir hátíðina, Laugardalurinn hreinsaður af rusli og búnaður allur fjarlægður, skemmdir verði lagfærðar og æfingasvæðið geti verið tilbúið til notkunar ekki seinna en viku eftir hátíðina,“ segir enn fremur.Rapparinn Aron Can skemmti sér vel á hátíðinni.vísir/andri marinóÍ umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals kemur fram að íbúar voru ósáttir við nokkra grunnþætti eins og að svæðið í dalnum, sem var tekið undir hátíðina, hafi verið of stórt. Hátíðargestir hafi komið sér fyrir á skóla- og leikskólalóðum til áfengis- og vímuefnaneyslu. „Eftir hátíðina voru þrif í dalnum og aðlægri íbúðarbyggð og frágangur ófullnægjandi og gekk hægt. Viku eftir tónleika, á útskrift Háskóla Íslands, voru enn tólf ferðakamrar á gangstéttinni framan við Laugardalshöllina,“ segir í umsögninni.Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á meðan hátíðinni stóð en 50 fíkniefnamál komu upp sem talsverð vinna fór í.Vísir/Andri MarinóÁ minnisblaði vegna miðbæjarathvarfsins, sem er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að gönguhópar voru starfandi í fyrsta sinn. Þar segir að eitt barn hafi komið í athvarfið hvort kvöld sökum ölvunar og annað kvöldið kom auk þess einstaklingur á 19 ári vegna ölvunar. Lögreglan færði tvo unglinga af hátíðarsvæðinu þann 15. júní vegna ölvunar. „Nokkuð var um unglinga á hátíðarsvæðinu sem höfðu ekki aldur til að vera þar og töluvert af unglingum voru undir áhrifum vímugjafa inni á hátíðinni. Virtust unglingar eiga auðvelt með að nálgast áfengi inni á hátíðarsvæðinu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu á tónlistarhátíðinni og var það helst vegna ölvunar og fíkniefnamála en hátt í 50 fíkniefnamál komu upp sem talsverð vinna fór í. Það er mat undirritaðra að hátíðarsvæði hafi verið allt of stórt, auka þurfi eftirlit með sölu áfengis á hátíðinni ásamt því að auka gæslu á svæðinu sem og þjálfun þeirra sem sinntu gæslu á staðnum.“Stór seðlabúnt hafa verið dregin upp til að borga einn kaffibolla.vísir/valliÍ umsögn Grasagarðsins kemur fram að vikurnar fyrir hátíðina breytist notkun garðsins og í raun dalsins. „Ákveðin sala sem ef til vill áður dreifðist á bílastæði í dalnum er komin á bekki og íverusvæði Grasagarðsins. Í fyrra tókum við eftir fólki sem sat á bekkjum sem jafnvel voru í skugga og dvöldu þar langtímum. Eitthvað hefur verið um að starfsfólk kaffihússins taki eftir stórum seðlabúntum dregin upp úr vösum við borgun kaffibolla og lykt af hassreykingum skýtur upp kollinum hingað og þangað. Smáskammtapokar eru á víð og dreif og við höfum að minnsta kosti gert tvo felustaði fíkniefna upptæka. Eftir hátíðina heldur fólk áfram að sækja á undarlega staði í garðinum, dvelja í rjóðrum og safnast á staði sem gjarnan eru úr alfaraleið,“ segir meðal annars.Úr skýrslu slökkviliðsinsHverfisráð Laugardals leggur mikla áherslu á að hátíðin verði aftur þrír dagar en ekki fjórir. Þá er hátíðarsvæðið sagt vera of stórt og sérstaklega verði þess gætt að leiksvæði og skólalóðir séu hreinsaðar fyrir mánudagsmorgun. Einnig er vakin athygli á ítrekuðum athugasemdum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi of mikla ruslsöfnun sem skapar eldhættu.Þróttarar fengu ekki svæðið sitt til baka fyrr en skömmu fyrir Rey Cup.Samantekt úr minnispunktum rölthópa á og í kringum Secret Solstice.Fimmtudagur 15.júní20:00 „Mættum þremur flóttalegum boys úr KM (Kringlumýri) fyrir utan svæði.“ 20:30 „Ætluðum að hitta lögguna, hún vildi ekki hitta okkur. Talaði um byrjunarörðuleika varðandi fjölda unglinga undir 18 ára án forráðamanna.“ 21:00 „Stór hópur af krökkum. Lögreglan tekur hóp af áttundu bekkingum á tal. Hópur af strákum úr 9. Og 10. bekk úr Tjörninni. Stelpuhópur úr Tjörninni - vape nation (Rafrettustelpur). Löggan með afskipti af strákum úr T (Tjörn) og KM.“ 21:30 „Mikið af unglingum á svæðinu.“ 22:00 „Foreldrarölt tilkynnti um mikla neyslu í nærumhverfi hátíðarinnar. Gengu fram á menn að sprauta sig, fundu mikið af notuðum nálum og jónum. Sögðum þeim að hringja í 112.“ 23:00 „Mikið um unglinga að reykja. 10.bekkingar ur Hagaskóla og Háteigsskóla - engin sjáanleg drykkja, bara vape og sígó. MIKIÐ af krökkum á grunnskóla aldri en ekki sýnileg drykkja en mikið af fólki á fyrstu árum menntaskólaaldri vel vel ölvað.“Föstudagur 16.júní20:00 „Miklu miklu fleira fólk en 15.6 Tókum hring utan um svæðið. Lítið action. Mættum inn á svæði á móti tók okkur stór hópur af 10.bekkingum úr KM að drekka. Og stór hópur af krökkum úr Tjörn að mæta og sameinast KM boys. Rétt inn fyrir hittum við 8.bekkinga úr KM og Tjörn.“ 20:30 „Fundur í miðbæjarathvarfi Bið í hátt í klst eftir að löggan fengi talstöð frá SS.“ 21:00 „No action.“ 21:30 „Einstaka unglingur sjánlegur, engir hópar.“ 22:00 „Löggan fór baksviðs að horfa á foo fighters. Við röltum um svæðið. Sjúkratjaldið fékk contact hjá rölti.“ 22:30 „Sjúkratjaldið hringdi: 16 ára stelpa ofurölvi tekin inn í athvarf. 8 mínútna labb inní athvarf. Security með 17 àra kvk ofur ölvi, fylgt inn í athvarf- aðrar 8mín.“ 23:00 „Fjórar stelpur úr Hagaskóla - d r u n k. Ekki nógu ölvaðar til að lögregla vildi taka þær inní athvarf.“ 23:30 „Mikil hópamyndun við stigainnganginn. Mikil drykkja, löggan í öðrum verkefnum.“ 00:00 „XX unglingur og vinir spottaðir að rölta af svæðinu.“ 00:30 „Sömu fjórar stelpur – flottar, stilltar á leiðinni heim.“Laugardagur 17. júní Mættum kl 19:30 „Náðum í armbönd. Fórum í sjúkratjaldið og gáfum númerið okkar.“ 20:15 „Hittum nokkra unglinga (8.-9.bekk) að deila bjór í glasi. Drifu sig burt.“ 20:20. „Hittum nokkra í Hagó að tjilla og veipa. Sáum rosalega mörg ungmenni á menntaskólaaldri undir miklum áhrifum og með áfengi sem þau keyptu á barnum.“ 20:30-22:00 „Hittum marga unglinga í 8.-10.bekk sem virtust í góðu ástandi.“ Ca 22:00 „Áttum gott spjall við hluta af unga laugardalshópnum. Virtust í góðu ástandi. Fylgdumst með fólki á leiðinni út af svæðinu við lokun til að koma auga á ástand unglinga á leiðinni heim. Þau sem við hittum virtust í góðu ástandi og héldu hópinn.“ 00:30 „Rölti lokið.“Sunnudagurinn 18.júní „Mættum kl 19:30. Athvarfið var ekki búið að opna svo við fórum inn á svæðið. Hringdum í bæði löggunúmerin en svaraði ekki í einu en slökkt á hinum símanum. Mættum kl 19.30.“ 19:30 „Náðum í armbönd. Fórum í sjúkratjaldið og gáfum númerið okkar.“ Kl 20:30 „Hittum ungling fæddan 2001 úr Tjörninni (ekki með armband) með drykk. Ekki sjáanlega drukkin. Hún fór undan i flæmingi. Ræddum við lögregluna sem hafði ekki tíma til að tékka á henni að svo stöddu. Hittum marga unglinga, flestir í fínum málum og mjög mörg drukkin ungmenni fædd.“ Kl 21:25 „Hittum 2 drukknar stúlkur úr Tjörninni, báðar fæddar 2001 (í sitthvoru lagi, með vinum) í áhorfendaskaranum fyrir framan stóra sviðið. Ræddum við báðar stúlkur og vini um að passa uppá hvert annað og fara varlega. Löggan ekki með. Heyrðum í athvarfinu og mátum sem svo að mikilvægast væri að skipta liði og hitta á lögguna. Okkur fannst mjög mikilvægt að vera á svæðinu kringum stóra sviðið á þeim tíma þar sem þar var greinilega yngsti hópurinn allur samankominn. Mikið af allskonar verkefnum hjá lögreglunni svo við ákváðum að halda áfram að fylgjast með unglingunum.“ Kl 22:00 „Hittum armbandslausa unglinginn aftur, aftur með drykk af barnum og orðin nokkuð ölvuð. Ræddum við vini stúlkunnar sem sögðust vera að passa uppá hana og myndu fylgja henni heim. Hringdum í bæði löggunúmerin. Slökkt hjá Hildi en Rafn svaraði en var ekki kominn inn á svæðið. Náðum í lögguna en stúlkan og félagar létu sig hverfa þegar þau sáu lögguna.“ Kl 23:50. Fylgdum stúlku (2001) út af svæðinu til að finna vini sína en hún var ekki með síma. Gengum um meðan svæðið var tæmt, gengum að Hel og skönnuðum röðina. Sáum nokkra unglinga en ekki sjáanlega undir áhrifum. Gengum meðfram svæðinu aftur að inngangi og þaðan að sundlaug. Sáum ekkert athugavert. Tókum hring að Lauganesskóla, 10-11 og laugalækjarskóla.“ 00:55 Rölti lokið Secret Solstice Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur fengið tíu umsagnir um tónlistarhátíðina Secret Solstice. Borgaryfirvöld munu nú fara yfir umsagnirnar og taka afstöðu til þess hvort áframhald verður. Þegar umsagnirnar eru skoðaðar kemur ýmislegt miður fallegt í ljós. Í lokaskýrslu Þróttar kemur fram að frágangur eftir gleðina tók mun lengri tíma en gert var ráð fyrir. „Umgengnin á svæðinu var vægast sagt hræðileg og tiltekt og lagfæringar á völlunum tóku alltof langan tíma. Illa gekk að ná sambandi við forsvarsmenn hátíðarinnar varðandi tiltekt á svæðinu og þegar náðist í þá forsvarsmenn þá voru viðbrögðin hæg og léleg,“ segir í skýrslu Þróttar. Þar kemur einnig fram að gert hafi verið ráð fyrir að svæðið yrði ekki nýtt til æfinga frá 5. júní til 19. júní en æfingar hófust 26. júlí eða skömmu fyrir hina alþjóðlegu Rey Cup. „Verði af hátíðinni að ári þarf að leggja alla áherslu á og tryggt að gengið verði hratt og vel til verks við frágang eftir hátíðina, Laugardalurinn hreinsaður af rusli og búnaður allur fjarlægður, skemmdir verði lagfærðar og æfingasvæðið geti verið tilbúið til notkunar ekki seinna en viku eftir hátíðina,“ segir enn fremur.Rapparinn Aron Can skemmti sér vel á hátíðinni.vísir/andri marinóÍ umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals kemur fram að íbúar voru ósáttir við nokkra grunnþætti eins og að svæðið í dalnum, sem var tekið undir hátíðina, hafi verið of stórt. Hátíðargestir hafi komið sér fyrir á skóla- og leikskólalóðum til áfengis- og vímuefnaneyslu. „Eftir hátíðina voru þrif í dalnum og aðlægri íbúðarbyggð og frágangur ófullnægjandi og gekk hægt. Viku eftir tónleika, á útskrift Háskóla Íslands, voru enn tólf ferðakamrar á gangstéttinni framan við Laugardalshöllina,“ segir í umsögninni.Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á meðan hátíðinni stóð en 50 fíkniefnamál komu upp sem talsverð vinna fór í.Vísir/Andri MarinóÁ minnisblaði vegna miðbæjarathvarfsins, sem er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að gönguhópar voru starfandi í fyrsta sinn. Þar segir að eitt barn hafi komið í athvarfið hvort kvöld sökum ölvunar og annað kvöldið kom auk þess einstaklingur á 19 ári vegna ölvunar. Lögreglan færði tvo unglinga af hátíðarsvæðinu þann 15. júní vegna ölvunar. „Nokkuð var um unglinga á hátíðarsvæðinu sem höfðu ekki aldur til að vera þar og töluvert af unglingum voru undir áhrifum vímugjafa inni á hátíðinni. Virtust unglingar eiga auðvelt með að nálgast áfengi inni á hátíðarsvæðinu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu á tónlistarhátíðinni og var það helst vegna ölvunar og fíkniefnamála en hátt í 50 fíkniefnamál komu upp sem talsverð vinna fór í. Það er mat undirritaðra að hátíðarsvæði hafi verið allt of stórt, auka þurfi eftirlit með sölu áfengis á hátíðinni ásamt því að auka gæslu á svæðinu sem og þjálfun þeirra sem sinntu gæslu á staðnum.“Stór seðlabúnt hafa verið dregin upp til að borga einn kaffibolla.vísir/valliÍ umsögn Grasagarðsins kemur fram að vikurnar fyrir hátíðina breytist notkun garðsins og í raun dalsins. „Ákveðin sala sem ef til vill áður dreifðist á bílastæði í dalnum er komin á bekki og íverusvæði Grasagarðsins. Í fyrra tókum við eftir fólki sem sat á bekkjum sem jafnvel voru í skugga og dvöldu þar langtímum. Eitthvað hefur verið um að starfsfólk kaffihússins taki eftir stórum seðlabúntum dregin upp úr vösum við borgun kaffibolla og lykt af hassreykingum skýtur upp kollinum hingað og þangað. Smáskammtapokar eru á víð og dreif og við höfum að minnsta kosti gert tvo felustaði fíkniefna upptæka. Eftir hátíðina heldur fólk áfram að sækja á undarlega staði í garðinum, dvelja í rjóðrum og safnast á staði sem gjarnan eru úr alfaraleið,“ segir meðal annars.Úr skýrslu slökkviliðsinsHverfisráð Laugardals leggur mikla áherslu á að hátíðin verði aftur þrír dagar en ekki fjórir. Þá er hátíðarsvæðið sagt vera of stórt og sérstaklega verði þess gætt að leiksvæði og skólalóðir séu hreinsaðar fyrir mánudagsmorgun. Einnig er vakin athygli á ítrekuðum athugasemdum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi of mikla ruslsöfnun sem skapar eldhættu.Þróttarar fengu ekki svæðið sitt til baka fyrr en skömmu fyrir Rey Cup.Samantekt úr minnispunktum rölthópa á og í kringum Secret Solstice.Fimmtudagur 15.júní20:00 „Mættum þremur flóttalegum boys úr KM (Kringlumýri) fyrir utan svæði.“ 20:30 „Ætluðum að hitta lögguna, hún vildi ekki hitta okkur. Talaði um byrjunarörðuleika varðandi fjölda unglinga undir 18 ára án forráðamanna.“ 21:00 „Stór hópur af krökkum. Lögreglan tekur hóp af áttundu bekkingum á tal. Hópur af strákum úr 9. Og 10. bekk úr Tjörninni. Stelpuhópur úr Tjörninni - vape nation (Rafrettustelpur). Löggan með afskipti af strákum úr T (Tjörn) og KM.“ 21:30 „Mikið af unglingum á svæðinu.“ 22:00 „Foreldrarölt tilkynnti um mikla neyslu í nærumhverfi hátíðarinnar. Gengu fram á menn að sprauta sig, fundu mikið af notuðum nálum og jónum. Sögðum þeim að hringja í 112.“ 23:00 „Mikið um unglinga að reykja. 10.bekkingar ur Hagaskóla og Háteigsskóla - engin sjáanleg drykkja, bara vape og sígó. MIKIÐ af krökkum á grunnskóla aldri en ekki sýnileg drykkja en mikið af fólki á fyrstu árum menntaskólaaldri vel vel ölvað.“Föstudagur 16.júní20:00 „Miklu miklu fleira fólk en 15.6 Tókum hring utan um svæðið. Lítið action. Mættum inn á svæði á móti tók okkur stór hópur af 10.bekkingum úr KM að drekka. Og stór hópur af krökkum úr Tjörn að mæta og sameinast KM boys. Rétt inn fyrir hittum við 8.bekkinga úr KM og Tjörn.“ 20:30 „Fundur í miðbæjarathvarfi Bið í hátt í klst eftir að löggan fengi talstöð frá SS.“ 21:00 „No action.“ 21:30 „Einstaka unglingur sjánlegur, engir hópar.“ 22:00 „Löggan fór baksviðs að horfa á foo fighters. Við röltum um svæðið. Sjúkratjaldið fékk contact hjá rölti.“ 22:30 „Sjúkratjaldið hringdi: 16 ára stelpa ofurölvi tekin inn í athvarf. 8 mínútna labb inní athvarf. Security með 17 àra kvk ofur ölvi, fylgt inn í athvarf- aðrar 8mín.“ 23:00 „Fjórar stelpur úr Hagaskóla - d r u n k. Ekki nógu ölvaðar til að lögregla vildi taka þær inní athvarf.“ 23:30 „Mikil hópamyndun við stigainnganginn. Mikil drykkja, löggan í öðrum verkefnum.“ 00:00 „XX unglingur og vinir spottaðir að rölta af svæðinu.“ 00:30 „Sömu fjórar stelpur – flottar, stilltar á leiðinni heim.“Laugardagur 17. júní Mættum kl 19:30 „Náðum í armbönd. Fórum í sjúkratjaldið og gáfum númerið okkar.“ 20:15 „Hittum nokkra unglinga (8.-9.bekk) að deila bjór í glasi. Drifu sig burt.“ 20:20. „Hittum nokkra í Hagó að tjilla og veipa. Sáum rosalega mörg ungmenni á menntaskólaaldri undir miklum áhrifum og með áfengi sem þau keyptu á barnum.“ 20:30-22:00 „Hittum marga unglinga í 8.-10.bekk sem virtust í góðu ástandi.“ Ca 22:00 „Áttum gott spjall við hluta af unga laugardalshópnum. Virtust í góðu ástandi. Fylgdumst með fólki á leiðinni út af svæðinu við lokun til að koma auga á ástand unglinga á leiðinni heim. Þau sem við hittum virtust í góðu ástandi og héldu hópinn.“ 00:30 „Rölti lokið.“Sunnudagurinn 18.júní „Mættum kl 19:30. Athvarfið var ekki búið að opna svo við fórum inn á svæðið. Hringdum í bæði löggunúmerin en svaraði ekki í einu en slökkt á hinum símanum. Mættum kl 19.30.“ 19:30 „Náðum í armbönd. Fórum í sjúkratjaldið og gáfum númerið okkar.“ Kl 20:30 „Hittum ungling fæddan 2001 úr Tjörninni (ekki með armband) með drykk. Ekki sjáanlega drukkin. Hún fór undan i flæmingi. Ræddum við lögregluna sem hafði ekki tíma til að tékka á henni að svo stöddu. Hittum marga unglinga, flestir í fínum málum og mjög mörg drukkin ungmenni fædd.“ Kl 21:25 „Hittum 2 drukknar stúlkur úr Tjörninni, báðar fæddar 2001 (í sitthvoru lagi, með vinum) í áhorfendaskaranum fyrir framan stóra sviðið. Ræddum við báðar stúlkur og vini um að passa uppá hvert annað og fara varlega. Löggan ekki með. Heyrðum í athvarfinu og mátum sem svo að mikilvægast væri að skipta liði og hitta á lögguna. Okkur fannst mjög mikilvægt að vera á svæðinu kringum stóra sviðið á þeim tíma þar sem þar var greinilega yngsti hópurinn allur samankominn. Mikið af allskonar verkefnum hjá lögreglunni svo við ákváðum að halda áfram að fylgjast með unglingunum.“ Kl 22:00 „Hittum armbandslausa unglinginn aftur, aftur með drykk af barnum og orðin nokkuð ölvuð. Ræddum við vini stúlkunnar sem sögðust vera að passa uppá hana og myndu fylgja henni heim. Hringdum í bæði löggunúmerin. Slökkt hjá Hildi en Rafn svaraði en var ekki kominn inn á svæðið. Náðum í lögguna en stúlkan og félagar létu sig hverfa þegar þau sáu lögguna.“ Kl 23:50. Fylgdum stúlku (2001) út af svæðinu til að finna vini sína en hún var ekki með síma. Gengum um meðan svæðið var tæmt, gengum að Hel og skönnuðum röðina. Sáum nokkra unglinga en ekki sjáanlega undir áhrifum. Gengum meðfram svæðinu aftur að inngangi og þaðan að sundlaug. Sáum ekkert athugavert. Tókum hring að Lauganesskóla, 10-11 og laugalækjarskóla.“ 00:55 Rölti lokið
Secret Solstice Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira