Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 06:58 Sibusiso Moyo flutti þjóðinni ávarp. Skjáskot Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira