Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 22:16 Verkið hefur vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem fólk fær að berja glatað verk meistara augum. Vísir/Getty 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira