Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 10:16 Charles og David Koch. Vísir/Getty Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira