Eigandi Volvo kaupir flugbílafyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 10:38 Terrafugia flugbíllinn. Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent
Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent