Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 19:01 Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Vísir/GEtty Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti. Donald Trump Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fullt hús hjá Repúblikönum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Sjá meira
Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti.
Donald Trump Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fullt hús hjá Repúblikönum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Sjá meira