„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2017 10:30 Manúela er mjög stór á bæði Snapchat og Instagram. „Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsskrifstofunni Eylendu eru 20-30 íslenskir áhrifavaldar með um 10.000 áhorf daglega á sitt efni en uppundir 30 þúsund fylgjast daglega með stærstu íslensku snöppurunum. Talið er að samfélagsmiðlar séu í dag með um 15-20% af auglýsingamarkaðnum, þar af sé Snapchat með um 3%. „Og fyrirtæki eru kannski ekki heldur að fatta það að þessi markaðssetning er svolítið farin að snúast við. Fólk verður svo pirrað að sjá sömu vöruna hjá öllum snöppurum endalaust þegar það opnar Snapchat að það frekar sniðgengur vöruna,” segir Manúela sem var ein af tveimur Snapchat stjörnum sem var ítarlega rætt við í þættinum Snapparar í gærkvöldi. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir, sumir tugþúsundir Íslendinga til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Fyrsti þáttur Snappara var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunum Binna Glee og Manúelu Ósk. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira