Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Gulli og Andrés eru með dreng í varanlegu fóstri og langar þeim að ættleiða hann. „Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli. Fósturbörn Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli.
Fósturbörn Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira