Audi mun kynna nýjan bíl á 3 vikna fresti á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2017 14:37 Audi RS6, en hann er einn bíla frá sportbíladeild Audi sem sífellt eykst ásmegin. Audi er ekki einn af allra stærstu bílaframleiðendum heims, en samt ætlar fyrirtækið að kynna nýja gerð af bílum sínum á þriggja vikna fresti á næsta ári. Það á reyndar við þýsku lúxusbílaframleiðendurna alla að þeir bjóð ótrúlega margar gerðir af bílum. Þetta þýðir að 17 nýjar gerðir munu sjá dagsljósið á næsta ári hjá Audi. Auðvitað þýðir það að þarna er um að ræða nýjar kynslóðir af núverandi framleiðslugerðum og aðrar útfærslur af þeim, svo sem sportútgáfur. Þó eru dæmi um glænýja bíla, svo sem Audi Q8, komandi flaggskip í jeppaúrvali Audi og bíl sem fær nafnið E-Tron og verður fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíll Audi. Búast má við mörgum gerðum frá Sportbíladeild Audi og bera þeir þá S eða RS í nafninu. Gott dæmi um það er komandi Audi RS Q5 jepplingur og RS5 Sportback og sumir vilja meina að stutt sé í SQ2 jeppling. Svo er dagljóst að nýr A6 verður kynntur á næsta ári. Þá hefur einnig verið ýjað að nýjum afturhjóladrifnum sportbíl. Þetta verður að minnsta kosti spennandi ár hjá Audi og frá mörgu að segja. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent
Audi er ekki einn af allra stærstu bílaframleiðendum heims, en samt ætlar fyrirtækið að kynna nýja gerð af bílum sínum á þriggja vikna fresti á næsta ári. Það á reyndar við þýsku lúxusbílaframleiðendurna alla að þeir bjóð ótrúlega margar gerðir af bílum. Þetta þýðir að 17 nýjar gerðir munu sjá dagsljósið á næsta ári hjá Audi. Auðvitað þýðir það að þarna er um að ræða nýjar kynslóðir af núverandi framleiðslugerðum og aðrar útfærslur af þeim, svo sem sportútgáfur. Þó eru dæmi um glænýja bíla, svo sem Audi Q8, komandi flaggskip í jeppaúrvali Audi og bíl sem fær nafnið E-Tron og verður fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíll Audi. Búast má við mörgum gerðum frá Sportbíladeild Audi og bera þeir þá S eða RS í nafninu. Gott dæmi um það er komandi Audi RS Q5 jepplingur og RS5 Sportback og sumir vilja meina að stutt sé í SQ2 jeppling. Svo er dagljóst að nýr A6 verður kynntur á næsta ári. Þá hefur einnig verið ýjað að nýjum afturhjóladrifnum sportbíl. Þetta verður að minnsta kosti spennandi ár hjá Audi og frá mörgu að segja.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent