Gylfi hefur verið á varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjunum en fær nú tækifærið til að sýna sig og sanna.
Everton verður að vinna Lyon í kvöld til þess að eiga möguleika á því að komast í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar. Liðið hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur leikjum sínum.
Samkvæmt uppstillingu á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þá mun Gylfi spila sem fremsti maður hjá Everton í kvöld.
Gylfi er einn upp á topp en fyrir aftan hann eru þeir Aaron Lennon, Beni Baningime og Ademola Lookman.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Everton á móti Lyon í kvöld.
| Team news is in! Here's our XI and subs to face @OL in the @europaleague... #EFCawaydaypic.twitter.com/T3A5CjTqOI
— Everton (@Everton) November 2, 2017
