Jón Steinar fagnar útgáfu bókar sinnar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2017 12:29 Jón Steinar áritar nýútkomna bók sína. visir/anton brink Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37