Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 15:39 Mengunarský liggur yifr Los Angeles. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er önnur helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43