Lars segir óþarfi að óttast nýju stjórnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:48 Lars Christensen hefur meðal annars skrifað pistla í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, um árabil. VÍSIR/GVA Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira