Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 09:45 Nafn Paul Hewson, eða Bono eins og hann er betur þekktur, má finna í Paradískarskjölunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21