Fékk sér i glas og reykti maríjúana fyrir flesta leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 13:00 Josh Gordon í leik með Cleveland fyrir þremur árum síðan. vísir/getty Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira