Devin Patrick Kelley, sem banaði 26 manns og særði um tuttugu í árás í kirkju í Sutherland Springs í Texas á sunnudag, strauk af geðdeild árið 2012.
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi verið sendur á geðdeild af hernum eftir að hann hafði verið gripinn við að reyna að smygla vopnum inn á herstöð sína í Nýju Mexíkó.
Var hann grunaður um að vera að leggja á ráðin um árás gegn yfirmönnum sínum sem hann hafði hótað líkamsmeiðingum og dauða.
Áður hafði komið í ljós að Kelley hafi farið fyrir herrétt og verið dæmdur í árs fangelsi fyrir að beita eiginkonu sína og stjúpsyni ofbeldi.
Með dóminn á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en fyrir mistök gleymdu starfsmenn bandaríska flughersins að tilkynna málið til bandarísku alríkislögreglunnar.
Um það bil helmingur fórnarlamba árásarinnar á sunnudag var á barnsaldri. Þá var barnshafandi kona einnig á meðal hinna látnu.

