Nýr Nissan Leaf grimmselst Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 09:34 Nissan Leaf árgerð 2018. Nissan menn geta tæplega kvartað yfir móttökunum á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Leaf, en á fyrstu tveimur mánuðunum frá því að opnað var fyrir pantanir á bílnum hafa verið pöntuð 9.000 eintök. Í Evrópu hafa pantanir náð 3.500 bílum, en til samanburðar tók það heilt ár á fá svo margar pantanir í fyrstu kynslóð Nissan Leaf. Merkilegt má teljast að af þessum 3.500 bílum eru 2.000 þeirra í Noregi, en þar í landi var fyrst opnað fyrir pantanir og höfðu því Norðmenn nokkuð forskot á aðrar þjóðir. Þetta gerðu þeir Nissan menn vegna þess að í Noregi hefur sala Leaf verið frábær frá upphafi og fyrir það vildi Nissan verðlauna Norðmenn. Fyrstu Leaf bílarnir sem Nissan mun afgreiða af þessari nýju kynslóð eru svokallaðir “launch edition”-bílar og kallast 2.Zero. Eru þeir einstaklega vel búnir og því nokkuð dýrir. Verð þeirra er 31.950 evrur, eða 3,9 milljónir króna. Ódýrari gerðir bílsins koma svo út úr verksmiðjum Nissan í kjölfarið. Nýr Leaf er með 40 kWh rafhlöður sem duga til 250 km aksturs og fljótlega mun Nissan einnig bjóða 60 kWh rafhlöður í þessa nýju kynslóð og kemst hann þá 360 km á fullri hleðslu. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent
Nissan menn geta tæplega kvartað yfir móttökunum á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Leaf, en á fyrstu tveimur mánuðunum frá því að opnað var fyrir pantanir á bílnum hafa verið pöntuð 9.000 eintök. Í Evrópu hafa pantanir náð 3.500 bílum, en til samanburðar tók það heilt ár á fá svo margar pantanir í fyrstu kynslóð Nissan Leaf. Merkilegt má teljast að af þessum 3.500 bílum eru 2.000 þeirra í Noregi, en þar í landi var fyrst opnað fyrir pantanir og höfðu því Norðmenn nokkuð forskot á aðrar þjóðir. Þetta gerðu þeir Nissan menn vegna þess að í Noregi hefur sala Leaf verið frábær frá upphafi og fyrir það vildi Nissan verðlauna Norðmenn. Fyrstu Leaf bílarnir sem Nissan mun afgreiða af þessari nýju kynslóð eru svokallaðir “launch edition”-bílar og kallast 2.Zero. Eru þeir einstaklega vel búnir og því nokkuð dýrir. Verð þeirra er 31.950 evrur, eða 3,9 milljónir króna. Ódýrari gerðir bílsins koma svo út úr verksmiðjum Nissan í kjölfarið. Nýr Leaf er með 40 kWh rafhlöður sem duga til 250 km aksturs og fljótlega mun Nissan einnig bjóða 60 kWh rafhlöður í þessa nýju kynslóð og kemst hann þá 360 km á fullri hleðslu.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent