Ætlar að þrýsta á Kínverja vegna viðskipta og Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 11:33 Trump, Jinping og eiginkonur þeirra í Forboðnu borginni. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu. Donald Trump Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrir fór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu.
Donald Trump Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrir fór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Sjá meira