„Brexit er að verða að veruleika“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 23:50 May taldi réttast að dagsetning Brexit skyldi höfð á forsíðu frumvarpsins. Vísir/AFP Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May. Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May.
Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48
Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00
Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28
Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06