Bestu og furðulegustu íslensku plötuumslögin Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. október 2017 10:15 Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið Á föstudaginn var opnuð í Hönnunarsafni Íslands sýning á íslenskum plötuumslögum og af því tilefni okkur nauðsynlegt að fá nokkra álitsgjafa til að segja frá uppáhaldsplötuumslagi sínu. Álitsgjafarnir völdu einnig það plötuumslag sem þeim fannst skrítnast/skemmtilegastLiturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt.Arnar Eggert Thoroddsen, poppfræðingurFlottast múm – Loksins erum við engin / Finally We Are No One Liturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt. Kallar fram nostalgískar tilfinningar í manni. Tíu tommu vínylútgáfan undirstrikar þetta allt saman betur.Furðulegast Haraldur Guðni Bragason – Askur Haraldur þessi gaf plötuna út sjálfur. Af nógu er að taka í hinum svonefnda hamfarapoppsgeira en þetta umslag er með þeim allra „bestu“. Það er nánast ekki hægt að koma því í orð, hvað fer um mann þegar maður sér þetta.Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið.Kjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúiFlottast Utangarðsmenn – Geislavirkir (1980) Vafalaust á nostalgían sinn þátt í því að mér finnst þetta umslag bera höfuð og herðar yfir önnur íslensk. Kjarnorkuváin svífur yfir vötnum og rímar þannig fullkomlega við plötutitilinn, umfjöllunarefni textanna og tíðarandann í upphafi níunda áratugarins þegar stóra sprengjan gat sprungið á hverri stundu. Flott, spennandi og afar vel heppnað, og rúsínan í pylsuendanum er svo þessi ógnandi Shatter-fontur í nafni hljómsveitarinnar. Fullkomið.Furðulegast Ólafur Arnalds – For Now I Am Winter (2013) Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið. Gæti auðveldlega verið gullverðlaunahafi í heimsmeistarakeppninni í klisjum, þar sem listamaðurinn horfist í augu við tilgangsleysi allra hluta á meðan sjávargangurinn og brimrótið ólgar innra með honum. Gæti þó eflaust virkað sem framúrstefnuleg auglýsing fyrir lundabúð í Smáralind.Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Þura Stína, hönnuður og plötusnúðurFlottast Apparat Organ Quartet – Pólýfónía Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Furðulegast Tvíhöfði – Allt Þetta er auðvitað bara alveg grilluð pæling og plötukoverin í samræmi við það, mjög kómísk og skrýtin en samt svo geggjuð.Fríkað og fallegt á sama tíma.Magnús Leifsson, leikstjóriFlottast Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum Ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta sé besta plötuumslagið. Fríkað og fallegt á sama tíma.Furðulegast Diddi Fel – Hesthúsið Ég elska þetta plötuumslag. Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Á föstudaginn var opnuð í Hönnunarsafni Íslands sýning á íslenskum plötuumslögum og af því tilefni okkur nauðsynlegt að fá nokkra álitsgjafa til að segja frá uppáhaldsplötuumslagi sínu. Álitsgjafarnir völdu einnig það plötuumslag sem þeim fannst skrítnast/skemmtilegastLiturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt.Arnar Eggert Thoroddsen, poppfræðingurFlottast múm – Loksins erum við engin / Finally We Are No One Liturinn, hönnunin, áferðin og allt í kringum þessa plötu er bara dásamlegt. Kallar fram nostalgískar tilfinningar í manni. Tíu tommu vínylútgáfan undirstrikar þetta allt saman betur.Furðulegast Haraldur Guðni Bragason – Askur Haraldur þessi gaf plötuna út sjálfur. Af nógu er að taka í hinum svonefnda hamfarapoppsgeira en þetta umslag er með þeim allra „bestu“. Það er nánast ekki hægt að koma því í orð, hvað fer um mann þegar maður sér þetta.Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið.Kjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúiFlottast Utangarðsmenn – Geislavirkir (1980) Vafalaust á nostalgían sinn þátt í því að mér finnst þetta umslag bera höfuð og herðar yfir önnur íslensk. Kjarnorkuváin svífur yfir vötnum og rímar þannig fullkomlega við plötutitilinn, umfjöllunarefni textanna og tíðarandann í upphafi níunda áratugarins þegar stóra sprengjan gat sprungið á hverri stundu. Flott, spennandi og afar vel heppnað, og rúsínan í pylsuendanum er svo þessi ógnandi Shatter-fontur í nafni hljómsveitarinnar. Fullkomið.Furðulegast Ólafur Arnalds – For Now I Am Winter (2013) Titillinn á plötunni gefur tóninn fyrir ævintýralega tilgerðarlegt og þreytt umslag hjá ungum manni á uppleið. Gæti auðveldlega verið gullverðlaunahafi í heimsmeistarakeppninni í klisjum, þar sem listamaðurinn horfist í augu við tilgangsleysi allra hluta á meðan sjávargangurinn og brimrótið ólgar innra með honum. Gæti þó eflaust virkað sem framúrstefnuleg auglýsing fyrir lundabúð í Smáralind.Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Þura Stína, hönnuður og plötusnúðurFlottast Apparat Organ Quartet – Pólýfónía Þetta umslag eftir Sigga Eggerts er svo vel gert, kannski aðallega því þér finnst umslagið standa fyrir það sem þú ert að hlusta á.Furðulegast Tvíhöfði – Allt Þetta er auðvitað bara alveg grilluð pæling og plötukoverin í samræmi við það, mjög kómísk og skrýtin en samt svo geggjuð.Fríkað og fallegt á sama tíma.Magnús Leifsson, leikstjóriFlottast Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum Ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta sé besta plötuumslagið. Fríkað og fallegt á sama tíma.Furðulegast Diddi Fel – Hesthúsið Ég elska þetta plötuumslag. Ótrúlega góður bældleiki og skemmtileg tilvísun í Snoop Dogg – Doggystyle umslagið.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“