Tóku u-beygju og fluttu á Sauðárkrók Guðný Hrönn skrifar 30. október 2017 12:00 Magnús Freyr og Kolbrún Dögg ásamt börnum sínum. vísir/ernir Magnús Freyr Gíslason arkitekt og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir kennari ákváðu að taka u-beygju fyrir tveimur árum og flytja á Sauðárkrók eftir að hafa verið búsett í Danmörku í átta ár og svo Reykjavík í þrjú ár. Þar stofnuðu þau fyrirtæki úr bílskúrnum sínum. Magnús var að vinna á arkitektastofu í Reykjavík þegar hann fann að hann þurfti að fá meiri útrás fyrir sköpunargleðina og þá skellti hann sér í nám í húsgagnasmíði. Svo var tekin ákvörðun um að fara norður. „Ég fann að það var ekki nóg að teikna fyrir aðra. Ég saknaði þess að geta ekki tekið eigin hönnun frá hugmynd til endanlegrar útfærslu. Það er líka einhver galdur í að kasta hugmyndum á milli teikniborðs og verkstæðis og enda með góða vöru,“ segir Magnús. Í bílskúrnum á Sauðárkróki fór hann að vinna og smíða upp úr skissum. Úr varð húsgagnafyrirtækið Gagn sem margir fagurkerar kannast við. Fyrirtækið reka þau samhliða öðrum vinnum og barnauppeldi.„Það fannst mörgum það skrýtin ákvörðun að hætta í góðri vinnu til þess að flytja út á land. Það hefur samt reynst okkur mjög vel.“ Það er gott að búa í litlu samheldnu samfélagi þar sem að boðleiðir eru stuttar og auðvelt að fá fólk til þess að vinna með sér eða aðstoða ef maður er að prófa eitthvað nýtt.“ „Við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði og tilhugsunin um að flytja norður í land var mjög spennandi. Þannig að við létum slag standa,“ bætir Kolbrún við. Spurð út í hvað sé það besta við að búa úti á landi segir Magnús: „Tempóið er svipað og þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn. Það er stutt í alla þjónustu og hægt að labba allt. Fjölskyldan fer saman út á morgnana og kemur saman heim á daginn og hér er mikið frelsi fyrir krakkana.“ En það erfiðasta? „Þar sem að megnið af fjölskyldunni býr fyrir sunnan getur maður ekki stokkið í kaffi til ömmu og afa.“ Langtímaplan Magnúsar og Kolbrúnar er að geta sinnt Gagni í fullri vinnu. „Eftir fimm ár viljum við vera komin á þann stað að geta haft þetta að aðalstarfi og sent frá okkur nýja línu af vörum á hverju ári. En við viljum líka halda áfram að veita persónulega þjónustu þar sem hver vara er smíðuð eftir pöntun,“ segir Kolbrún. Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Magnús Freyr Gíslason arkitekt og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir kennari ákváðu að taka u-beygju fyrir tveimur árum og flytja á Sauðárkrók eftir að hafa verið búsett í Danmörku í átta ár og svo Reykjavík í þrjú ár. Þar stofnuðu þau fyrirtæki úr bílskúrnum sínum. Magnús var að vinna á arkitektastofu í Reykjavík þegar hann fann að hann þurfti að fá meiri útrás fyrir sköpunargleðina og þá skellti hann sér í nám í húsgagnasmíði. Svo var tekin ákvörðun um að fara norður. „Ég fann að það var ekki nóg að teikna fyrir aðra. Ég saknaði þess að geta ekki tekið eigin hönnun frá hugmynd til endanlegrar útfærslu. Það er líka einhver galdur í að kasta hugmyndum á milli teikniborðs og verkstæðis og enda með góða vöru,“ segir Magnús. Í bílskúrnum á Sauðárkróki fór hann að vinna og smíða upp úr skissum. Úr varð húsgagnafyrirtækið Gagn sem margir fagurkerar kannast við. Fyrirtækið reka þau samhliða öðrum vinnum og barnauppeldi.„Það fannst mörgum það skrýtin ákvörðun að hætta í góðri vinnu til þess að flytja út á land. Það hefur samt reynst okkur mjög vel.“ Það er gott að búa í litlu samheldnu samfélagi þar sem að boðleiðir eru stuttar og auðvelt að fá fólk til þess að vinna með sér eða aðstoða ef maður er að prófa eitthvað nýtt.“ „Við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði og tilhugsunin um að flytja norður í land var mjög spennandi. Þannig að við létum slag standa,“ bætir Kolbrún við. Spurð út í hvað sé það besta við að búa úti á landi segir Magnús: „Tempóið er svipað og þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn. Það er stutt í alla þjónustu og hægt að labba allt. Fjölskyldan fer saman út á morgnana og kemur saman heim á daginn og hér er mikið frelsi fyrir krakkana.“ En það erfiðasta? „Þar sem að megnið af fjölskyldunni býr fyrir sunnan getur maður ekki stokkið í kaffi til ömmu og afa.“ Langtímaplan Magnúsar og Kolbrúnar er að geta sinnt Gagni í fullri vinnu. „Eftir fimm ár viljum við vera komin á þann stað að geta haft þetta að aðalstarfi og sent frá okkur nýja línu af vörum á hverju ári. En við viljum líka halda áfram að veita persónulega þjónustu þar sem hver vara er smíðuð eftir pöntun,“ segir Kolbrún.
Tíska og hönnun Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira