Það er ekki alltaf ljúft líf að vera knattspyrnuþjálfari og því fékk reynsluboltinn Slavoljub Muslin að kynnast í gær.
Sá gerði sér lítið fyrir og kom Serbíu beint á HM er Serbar unnu D-riðil þar sem einnig voru í Írland og Wales. Þrátt fyrir það hefur hann verið látinn fara en Serbar segja að ákvörðunin að hann hætti sé sameiginleg.
Þetta verður fyrsta stórmót Serba í átta ár. Leitin af arftaka Muslin er hafinn en ekki var neinn annar þjálfari í sigtinu.
Hinn 64 ára gamli Muslin hefur farið víða á sínum ferli og meðal annars þjálfað í Frakklandi, Kýpur og Belgíu. Hann tók við landsliðinu í maí árið 2016 og undir hans stjórn tapaði liðið aðeins einum af tíu leikjum sínum.
Kom Serbum á HM en var samt látinn fara
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
