Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Benedikt Bóas skrifar 21. október 2017 07:30 Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. Nordicphotos/Getty Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira