Valgerður var að klást við Dominiku Novotny en bardaginn fór fram á Oslofjord Fight Night í Noregi.
Valgerði tókst að slá Novotny niður í fyrstu lotu en Novotny náði að standa upp og kláruðu þær allar fjórar loturnar. Því þurfti dómaraákvörðun til að skera úr um sigurvegara og var það Valgerður sem hafði betur.
Hægt var að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Facebook síðu hnefaleikastöðvarinnar Æsir. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna.