Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:29 Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV Vísir/Vilhelm Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Sjá meira
Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45