Aðgerðir í þágu ungs fólks á húsnæðismarkaði Guðrún Björnsdóttir og Ragna Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru handan við hornið. Allir flokkar tala fyrir bættu húsnæðisástandi fyrir ungt fólk og aðra hópa. Jafnvel mætti segja að þverpólitísk samstaða virðist ríkja um að aðgerða sé þörf. Samkvæmt vísitölu félagslegra framfara (VVF – Social Progress Index) stendur Ísland sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði, en aðeins Danmörk og Finnland eru ofar okkur í þeim samanburði sem birtist í ár. Þó kemur fram að við komum verr út á þremur sviðum; í menntun, umhverfisgæðum og húsnæðismálum. Ástandið í húsnæðismálum er áþreifanlegt. Á höfuðborgarsvæðinu hefur húsnæðismarkaður ekki náð að þróast þannig að framboð sé nægilegt fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði, hvort sem um er að ræða húsnæði til leigu eða sölu. Ástand hjá stúdentum sem sækja um leiguhúsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta hefur verið afar erfitt og endurspeglar stöðu á almennum leigumarkaði. Langir biðlistar gefa til kynna að innkoma á almennan leigumarkað sé stúdentum gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á framboði og verðlags. Um uppsafnaðan vanda er að ræða og stefnuleysi lagar hann ekki. Verðlagið stýrist m.a. af framboði. Vegna takmarkaðs framboðs hefur leigu- og söluverð hækkað síðustu ár. Ungt fólk situr fast í foreldrahúsum, jafnvel með eigin fjölskyldur. Sumir flosna upp úr námi og flytja jafnvel úr landi vegna húsnæðisskorts, enda er húsnæði forsenda þess að margir geti stundað nám hér á landi. Erfitt er að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð án fjársterks baklands og staða leigjenda er slæm. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna fyrstu íbúðarkaupa hefur verið innleidd til að stemma stigu við þessum vanda en greiningar sýna að sú leið gagnist síður þeim sem eru tekjulágir. Hærri og hagkvæmari húsnæðislán hafa verið nefnd sem önnur lausn. Ný tegund lána breytir þó litlu ef framboð er af skornum skammti. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að gera ráð fyrir stúdentum og öðru ungu fólki við uppbyggingu borgarinnar. Til stendur að byggja um 4.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, án hagnaðarsjónarmiða, fyrir stúdenta og aðra hópa. Námsmenn og annað ungt fólk býr hins vegar víðar en í Reykjavík. Við hvetjum sveitarfélögin því til að sýna í verki að þau hafi ekki gleymt þessum hópi leigjenda. Haustið 2016 kynnti þáverandi ríkisstjórn til sögunnar stofnframlög með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi efnaminna fólks. Á vordögum kynntu fráfarandi ríkisstjórn og fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu svokallaðan húsnæðissáttmála, sem vakti von í annars dimmu umhverfi leigjenda. Um er að ræða aðgerðaráætlun í 14 skrefum sem ætlað er að koma böndum á neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að allri þessari vinnu hefur fjöldi fólks úr flestum flokkum komið, bæði úr röðum þingsins og sveitarfélaganna. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og jafnframt að unnið sé að því að einfalda ferla sem standa í vegi fyrir uppbyggingu húsnæðis, okkur öllum til heilla. Við vonumst til, hvernig sem komandi kosningar fara, að menn beri gæfu til að vinna áfram að sameiginlegri lausn í húsnæðismálum ungs fólks. Það þarf að gera þvert á flokka og með samvinnu allra þar til gerðra aðila. Hér er um stórkostlega hagsmuni stórs hóps í landinu að ræða og hún hefur áhrif á framtíð okkar allra.Höfundar eru framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun