Gylfi hvorki reykir né drekkur og er hin fullkomna fyrirmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á EM í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/EPA Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira