Fallist á umdeilanlegar skýringar flugmanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. október 2017 06:00 Flugmaðurinn á TF-KOZ segist hafa verið í 100 til 150 metra hæð í aðflugi að Reykjahlíðarflugvelli. Völlurinn er hins vegar suðvestan við Hlíðarfjall sem sést í bakgrunninum og þangað stefndi flugvélin ekki. Fréttablaðið/Benedikt Bóas „Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00