Bílar eyða að meðaltali 23% meira en uppgefið er Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 11:56 Bílaumferð í Ástralíu. Könnun sem gerð var af Australian Automobile Association (AAA) leiddi í ljós að bílar eyða að meðaltali 23% meira en uppgefið er frá framleiðendum þeirra. Einn bílanna sem kannaður var eyddi reyndar 59% meira en uppgefið var, en ekki kemur fram um hvaða bíl var þar að ræða. AAA segir að bílaframleiðendur framleiði bíla til að uppfylla staðla sem mældir eru á nokkursskonar tilraunastofum en ekki í venjulegum akstri og því muni svo miklu á uppgefinni og raunvörulegri eyðslu þeirra. Vill AAA meina að mælingar á eyðslu eigi að fara fram í akstri sem er eins líkur hefðbundnum akstri og kostur er og þrýstir á um breytingar. Í könnun AAA var einnig mæld mengun bílanna og reyndist aðeins 1 af 12 mældum dísilbílum standast uppgefna mengunartölu. Mesti munur á uppgefinni og raunvörulegri mengun þeirra var þó sjöföld í einu tilfelli og slíkar niðurstöður eru að mati AAA alls ekki viðunandi. Að sögn þeirra AAA manna eru kaupendur svo mikið afvegaleiddir að ekki er við unað. Engin leið sé fyrir kaupendur að velja sér bíl með réttum og raunverulegum upplýsingum um eyðslu og mengun þeirra. Því sé rétt að framkvæma mælingar á allt annan hátt en nú er gert og það við raunverulegar aðstæður. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent
Könnun sem gerð var af Australian Automobile Association (AAA) leiddi í ljós að bílar eyða að meðaltali 23% meira en uppgefið er frá framleiðendum þeirra. Einn bílanna sem kannaður var eyddi reyndar 59% meira en uppgefið var, en ekki kemur fram um hvaða bíl var þar að ræða. AAA segir að bílaframleiðendur framleiði bíla til að uppfylla staðla sem mældir eru á nokkursskonar tilraunastofum en ekki í venjulegum akstri og því muni svo miklu á uppgefinni og raunvörulegri eyðslu þeirra. Vill AAA meina að mælingar á eyðslu eigi að fara fram í akstri sem er eins líkur hefðbundnum akstri og kostur er og þrýstir á um breytingar. Í könnun AAA var einnig mæld mengun bílanna og reyndist aðeins 1 af 12 mældum dísilbílum standast uppgefna mengunartölu. Mesti munur á uppgefinni og raunvörulegri mengun þeirra var þó sjöföld í einu tilfelli og slíkar niðurstöður eru að mati AAA alls ekki viðunandi. Að sögn þeirra AAA manna eru kaupendur svo mikið afvegaleiddir að ekki er við unað. Engin leið sé fyrir kaupendur að velja sér bíl með réttum og raunverulegum upplýsingum um eyðslu og mengun þeirra. Því sé rétt að framkvæma mælingar á allt annan hátt en nú er gert og það við raunverulegar aðstæður.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent