Körfubolti

Cousins og Davis fóru illa með Cleveland | Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
DeMarcus Cousins og Anthony Davis voru illviðráðanlegir í nótt
DeMarcus Cousins og Anthony Davis voru illviðráðanlegir í nótt vísir/getty
Átta leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í nótt og var mikið um dýrðir líkt og vanalega.

DeMarcus Cousins hlóð í þrefalda tvennu þar sem hann skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og Anthony Davis var með 30 stig og 14 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 22 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 123-101.



Boston Celtics vann öflugan útisigur á Miami Heat, 90-96. Kyrie Irving stigahæstur hjá Celtics með 24 stig.





Russel Westbrook náði þrefaldri tvennu þegar Oklahoma City Thunder burstaði Chicago Bulls 69-101. Westbrook skoraði 12 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar en Carmelo Anthony var stigahæstur með 21 stig.





Úrslit næturinnar


New Orleans Pelicans 123-101 Cleveland Cavaliers

Miami Heat 90-96 Boston Celtics

Memphis Grizzlies 103-89 Houston Rockets

Chicago Bulls 69-101 Oklahoma City Thunder

Dallas Mavericks 110-112 Philadelphia 76ers

Utah Jazz 96-81 Los Angeles Lakers

Portland Trailblazers 114-107 Phoenix Suns

Los Angeles Clippers 87-95 Detroit Pistons

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×