Heimir var hvattur til að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2017 06:30 Fagnað í leikslok í gær. Vísir/anton brink „Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Sjá meira
„Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Sjá meira