Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2017 06:00 Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira