Fótbolti

Eiður Smári: Aldurinn nær okkur öllum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Vísir/AFP
Íslenska landsliðið og þeirra magnaða afrek er enn til umfjöllunar út um allan heim, og var Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í hádeginu í dag.

Eiður Smári fagnaði með landsliðinu í gær, og þegar fréttaþulurinn spurði hann hversu lengi og vel hafi verið fagnað sagði Eiður: „Ég er viss um að það voru nokkrir viðkvæmir hausar í morgun. Þetta var frábært kvöld.“

„Þetta var sögulegt fyrir okkur, sögulegt fyrir heimsfótboltann.“

„Við höfðum að sjálfsögðu gaman af því að fara á Evrópumótið, okkar fyrsta stórmót, í Frakklandi í fyrra og nú heldur partýið áfram.“

En afhverju er Ísland að ná þessum árangri nú, það er það sem allir vilja vita.

„Þetta er hópur leikmanna sem hefur verið saman í langan tíma. Það er samheldni í liðinu, þeir elska að spila fyrir hvorn annan og með hvor öðrum. Við erum stoltir af því að spila fyrir Ísland.“

„Þetta er fyrsta kynslóðin sem aldist upp við knattspyrnuhús og gat spilað fótbolta allt árið um kring,“ sagði Eiður Smári.

„Við fórum lengra en margir bjuggust við á EM, þarf heppni en ef við höldum liðsandanum og samheildninni er ég viss um að við getum átt annað eftirminnilegt sumar.“

Eiður Smári laggði skóna á hilluna eftir ævintýrið í Frakklandi í fyrra. Sér hann eftir því að vera ekki með liðinu í dag?

„Ég vildi að ég gæti spilað fótbolta þangað til ég dey, en allt þarf að taka sinn enda. Ég sé ekki eftir því en að sjálfsögðu vildi ég vera í hópnum núna en aldurinn nær okkur öllum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.


Tengdar fréttir

Heimir: Hrikalega stoltur

Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar

Ísland á HM │ Gæsahúðarmyndband

Ísland braut í kvöld blað í fótboltasögunni og varð minnsta þjóð í heimi til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistarmóts




Fleiri fréttir

Sjá meira


×