Óskalisti fyrir kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun
Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána. Í lok mánaðar kýs ég svo í mínum þriðju alþingiskosningum. Þetta er lygilega mikið af X-um við hina og þessa flokka og loforð um frían bjór og breytingar. En mér finnst ég enn þá standa máttlaus frammi fyrir framtíð minni á Íslandi og ég held að mörgum á mínum aldri líði eins. Þess vegna er ég hér með lítinn lista, bara krúttlegan jafnvel – og sanngjarnan, finnst mér – en alls ekki tæmandi, af hlutum sem ég vil að verði kippt í lag. Ég eftirlæt svo svokallaðri „ríkisstjórn“ að finna út hvernig best sé að fara að því.1.Heilbrigðiskerfið: Laga það, takk. Mig langar til þess að sjúkrahús á þessu landi séu ekki bókstaflega að rotna utan af starfsfólki og sjúklingum. Mig langar að téðu starfsfólki séu borguð almennileg laun. Og aflúxusvæðið sálfræðiþjónustu, til dæmis.2.Menntamálin: Laga þau líka, gerið það. Plís. Byggið upp námslánakerfi með þarfir alvöru námsmanna í fyrsta sæti. Skerið ekki allt inn að beini. Látið ekki krakkana í Listaháskólanum sækja tíma í mygluðu húsi sem átti að rífa fyrir mörgum árum. Í alvöru talað.3. Húsnæðismarkaðurinn: Laga hann. Strax. Komið almennilega til móts við fólk sem vill kaupa sér fyrstu íbúðina. Gerið eitthvað í leigumarkaðnum því annars getum við ekki búið hérna.4.Flóttamenn: Takið á móti fleirum. Og skammist ykkar. Hef ég yfirhöfuð trú á því að eitthvað batni eftir næstu kosningar? Ég veit það ekki. Kannski skila ég bara auðu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun