Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:00 Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó