Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:30 Michael Bradley, fyrirliði bandaríska landsliðsins, gengur vonsvikinn af velli í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira