Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 14:30 Frábærir en samt ekki lengur bestir á Norðurlöndum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. Riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM lauk í gærkvöldi og um leið var hægt að finna út hvernig þjóðirnar raðast upp þegar FIFA skiptir þjóðum upp í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðla í úrslitakeppni HM 2018. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo, betur þekktur sem MisterChip, hefur reiknað saman stöðu þjóða á næsta styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á september listanum en er nú komið upp í 21. sæti. Liðið hækkar sig því um eitt sæti en nær ekki inn á topp tuttugu þrátt fyrir góða sigra á Tyrklandi og Kósóvó.Sois los primeros en conocer el Ranking FIFA que se utilizará para configurar los 4 bombos de #Rusia2018. Ahí va. pic.twitter.com/vNnlTBBFhW — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 Íslenska liðið missir líka Dani upp fyrir sig á listanum. Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og fer nú úr 26. sæti upp í 19. sæti. Danir eiga enn möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir verða í umspilinu ásamt Svíum. Svíarnir eru í 25. sæti á komandi lista en voru í 23. sæti í síðasta mánuði. Danir hoppa því upp fyrir bæði Íslendinga og Svía á listanum sem verður gefinn út 16. október næstkomandi. Lars Lagerback er líka á uppleið með norska landsliðið á listanum. Norðmenn eru í 58. sæti á nýja listanum og fara upp um heil 15 sæti því þeir voru í 73. sæti á september listanum. Alexis Martín-Tamayo hefur einnig reiknað út hvernig styrkleikalistarnir fjórir líta út þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 1. desember næstkomandi. Samkvæmt honum verður íslenska landsliðið í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Írlandi. Það fylgi reyndar máli að MisterChip setur sér þrjár forsendur. Að Perú slái út Nýja-Sjáland og að fjórar efstu Evrópuþjóðirnar í umspilinu tryggi sér farseðilinn til Rússlands. Þá gefur hann sér að Túnis, Senegal og Fílabeinsströndin komist áfram í Afríku. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir munu væntanlega líta út og um leið er hægt að fara setja sama draumariðil og martraðarriðill fyrir íslenska landsliðið.SORTEO COPA DEL MUNDO: así serán los cuatro bombos del sorteo de la fase de grupos de #Rusia2018 (leed los 3 condicionantes). pic.twitter.com/u6pLBwJsyu — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00 Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15 Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13 Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. Riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM lauk í gærkvöldi og um leið var hægt að finna út hvernig þjóðirnar raðast upp þegar FIFA skiptir þjóðum upp í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðla í úrslitakeppni HM 2018. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo, betur þekktur sem MisterChip, hefur reiknað saman stöðu þjóða á næsta styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á september listanum en er nú komið upp í 21. sæti. Liðið hækkar sig því um eitt sæti en nær ekki inn á topp tuttugu þrátt fyrir góða sigra á Tyrklandi og Kósóvó.Sois los primeros en conocer el Ranking FIFA que se utilizará para configurar los 4 bombos de #Rusia2018. Ahí va. pic.twitter.com/vNnlTBBFhW — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 Íslenska liðið missir líka Dani upp fyrir sig á listanum. Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og fer nú úr 26. sæti upp í 19. sæti. Danir eiga enn möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir verða í umspilinu ásamt Svíum. Svíarnir eru í 25. sæti á komandi lista en voru í 23. sæti í síðasta mánuði. Danir hoppa því upp fyrir bæði Íslendinga og Svía á listanum sem verður gefinn út 16. október næstkomandi. Lars Lagerback er líka á uppleið með norska landsliðið á listanum. Norðmenn eru í 58. sæti á nýja listanum og fara upp um heil 15 sæti því þeir voru í 73. sæti á september listanum. Alexis Martín-Tamayo hefur einnig reiknað út hvernig styrkleikalistarnir fjórir líta út þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 1. desember næstkomandi. Samkvæmt honum verður íslenska landsliðið í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Írlandi. Það fylgi reyndar máli að MisterChip setur sér þrjár forsendur. Að Perú slái út Nýja-Sjáland og að fjórar efstu Evrópuþjóðirnar í umspilinu tryggi sér farseðilinn til Rússlands. Þá gefur hann sér að Túnis, Senegal og Fílabeinsströndin komist áfram í Afríku. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir munu væntanlega líta út og um leið er hægt að fara setja sama draumariðil og martraðarriðill fyrir íslenska landsliðið.SORTEO COPA DEL MUNDO: así serán los cuatro bombos del sorteo de la fase de grupos de #Rusia2018 (leed los 3 condicionantes). pic.twitter.com/u6pLBwJsyu — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00 Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15 Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13 Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00
Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15
Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13
Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó