Sagðist vilja tífalda kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2017 12:22 Óljóst er hvort að Donald Trump hafi verið alvara með óskina um fjölgun kjarnavopna. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tífalda kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna að stærð. Þetta á Trump að hafa sagt á fundi hans og fjölda háttsettra manna innan Bandaríkjastjórnar, meðal annars Rex Tillerson utanríkisráðherra, í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í sumar. Frá þessu greinir NBC og vísar í þrjá ónafngreinda heimildarmenn sem sóttu fundinn. Það var fljótlega eftir þann fund, þann 20. júlí, sem Tillerson á að hafa kallað Trump „fávita“. Í frétt NBC kemur fram að eftir að hafa séð gögn um hvernig kjarnavopnum Bandaríkjanna hafi fækkað frá lokum sjöunda áratugsins eigi Trump að hafa sagt að hann vilji stöðva fækkun kjarnavopna Bandaríkjahers. Sagði Trump að þess í stað vilji hann sjá fram á að kjarnorkuvopnabúrið yrði tífaldað að stærð. Að sögn heimildarmanna NBC féllu orð Trump ekki í góðan jarðveg á fundinum og nefndu aðrir fundarmenn þær lagalegu og praktísku hindranir sem stæðu í veg fyrir slíkri fjölgun. Óljóst er hvort að Trump hafi verið alvara með ósk sína um fjölgun kjarnavopna.Uppfært 14:25: Donald Trump hafnar því sem fram kemur í frétt NBC í færslu á Twitter. Segir hann fréttina „falska“. Þá spyr forsetinn hvenær rétti tíminn sé til að kanna hvort hægt sé að svipta NBC réttindum sínum, sökum allra þeirra fölsku frétta sem þar birtast.Fake @NBCNews made up a story that I wanted a "tenfold" increase in our U.S. nuclear arsenal. Pure fiction, made up to demean. NBC = CNN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 11, 2017 With all of the Fake News coming out of NBC and the Networks, at what point is it appropriate to challenge their License? Bad for country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 11, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tífalda kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna að stærð. Þetta á Trump að hafa sagt á fundi hans og fjölda háttsettra manna innan Bandaríkjastjórnar, meðal annars Rex Tillerson utanríkisráðherra, í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í sumar. Frá þessu greinir NBC og vísar í þrjá ónafngreinda heimildarmenn sem sóttu fundinn. Það var fljótlega eftir þann fund, þann 20. júlí, sem Tillerson á að hafa kallað Trump „fávita“. Í frétt NBC kemur fram að eftir að hafa séð gögn um hvernig kjarnavopnum Bandaríkjanna hafi fækkað frá lokum sjöunda áratugsins eigi Trump að hafa sagt að hann vilji stöðva fækkun kjarnavopna Bandaríkjahers. Sagði Trump að þess í stað vilji hann sjá fram á að kjarnorkuvopnabúrið yrði tífaldað að stærð. Að sögn heimildarmanna NBC féllu orð Trump ekki í góðan jarðveg á fundinum og nefndu aðrir fundarmenn þær lagalegu og praktísku hindranir sem stæðu í veg fyrir slíkri fjölgun. Óljóst er hvort að Trump hafi verið alvara með ósk sína um fjölgun kjarnavopna.Uppfært 14:25: Donald Trump hafnar því sem fram kemur í frétt NBC í færslu á Twitter. Segir hann fréttina „falska“. Þá spyr forsetinn hvenær rétti tíminn sé til að kanna hvort hægt sé að svipta NBC réttindum sínum, sökum allra þeirra fölsku frétta sem þar birtast.Fake @NBCNews made up a story that I wanted a "tenfold" increase in our U.S. nuclear arsenal. Pure fiction, made up to demean. NBC = CNN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 11, 2017 With all of the Fake News coming out of NBC and the Networks, at what point is it appropriate to challenge their License? Bad for country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 11, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59
Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10