Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 16:00 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00
Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30