Kannski ekki bara Messi að þakka að Argentínumenn komust inn á HM | Fimm Ekvadorar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:30 Lionel Messi í miðjum fagnaðarlátunum eftir að HM sætið var tryggt. Vísir/Getty Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira