Varðandi leiðindin Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. október 2017 07:00 Ég var að átta mig á því, að núna eru að renna upp fyrstu kosningarnar í sautján ár sem ég er ekki þátttakandi í með einhverju móti. Mér finnst það svolítið gaman. Núna fylgist ég með úr fjarlægð eins og hver annar dúddi á Facebook. Ég er að fíla það. „Ertu ekki feginn að vera laus?“ spyr fólk. Jú, ég er það.Af hverju? Sjáiði til. Þingið sjálft er fínn staður. Á þingi er mikið úrval af fólki. Þar er þversniðið. Letingjar eiga sína fulltrúa. Asnar líka. En duglegt, klárt og skemmtilegt fólk er langstærsti hópurinn. Það er gaman að taka þátt í þinginu. Ég náði alls konar málum í gegn. Mitt fyrsta mál sem ég fékk samþykkt var til dæmis að fatlað fólk gæti fengið notendastýrða persónulega aðstoð. Ég fékk alls konar í gegn fyrir barnafólk, einkum feður. Fékk samþykkta fjárfestingaráætlun fyrir innviðina. Stofnaði stjórnmálaflokk. Aðalatriðið er að mér fannst ekki leiðinlegt á þingi. Þingið sjálft er mikilvægur og krefjandi vettvangur. Þar er mikið spáð og spekúlerað, stundum rifist, kafað djúpt og mikið hlegið.En svo er það hitt Hitt var aftur leiðinlegra. Ég veit að stjórnmál eru þannig bransi að það telst góður árangur ef 85% þjóðarinnar þola þig ekki, svo lengi sem hin 15 kjósa þig. Ég veit líka að maður verður að vera með skráp. Mér tókst aldrei að koma mér upp almennilegum skráp. Við mínar fyrstu þingsetningar æpti fólk á okkur, gaf okkur fokkmerki og henti í okkur dósum og lyklum. Þetta situr í mér. Þingmenn grétu í kirkjunni. Stjórnmál eru eineltisumhverfi, ekki innan þings heldur utan þess. Ég las um mig í fjölmiðlum að ég væri puntustrákur, að ég vildi bara þægilega innivinnu, að ég væri í stjórnmálum bara út af því að mötuneytið væri svo fínt, að enginn myndi taka eftir mér í partíum, að ég liti út eins og lúðaleg útgáfa af Birni Thors (smá fyndið), að enginn gæti hugsað sér að fara út að borða með mér (hvað var það?), að ég væri innantómur og hugsjónalaus, með enga leiðtogahæfileika og að það EINA sem ég vildi í stjórnmálum væri að breyta klukkunni. Reyndar var klukkupælingin að fá Nóbelsverðlaunin, en hvað um það. Smám saman fékk ég nóg. Einu sinni sat ég á kaffihúsi með konunni minni og syni þegar maður á næsta borði sagði við son sinn að þarna sæti þingmaður, vondur maður, og þeir skyldu þess vegna færa sig.Hvað er að? Ég setti á Facebook að ég væri að grilla. Voða einlægur í góðu skapi. Umsvifalaust fékk ég á mig spurningar í hástöfum um það hvað ég ætlaði að gera fyrir heimilin. Þá hló ég reyndar. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum viðhorfum og reiðin er skiljanleg og allt það. Öll þessi neikvæða orka er samt sem áður yfirþyrmandi. Hún er of mikil. Einu sinni var veist að mér á Gay Pride fyrir framan börnin. Hvað er málið? Við berjumst gegn einelti í skólum. Kannanir meðal unglinga sýna að upp undir 10% þeirra telja að einhver eigi skilið einelti. Það finnst okkur auðvitað sjokkerandi. Á einhver skilið einelti? Kannski finnst fólki það um stjórnmálamenn. Ég er mjög feginn að vera laus. Og já, ég er að fara upp í bústað að grilla. Í einlægni sagt: Ég tek ofan fyrir ykkur sem standið í þessu núna. Gangi ykkur öllum vel. Hlýir straumar héðan. Virðing. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Ég var að átta mig á því, að núna eru að renna upp fyrstu kosningarnar í sautján ár sem ég er ekki þátttakandi í með einhverju móti. Mér finnst það svolítið gaman. Núna fylgist ég með úr fjarlægð eins og hver annar dúddi á Facebook. Ég er að fíla það. „Ertu ekki feginn að vera laus?“ spyr fólk. Jú, ég er það.Af hverju? Sjáiði til. Þingið sjálft er fínn staður. Á þingi er mikið úrval af fólki. Þar er þversniðið. Letingjar eiga sína fulltrúa. Asnar líka. En duglegt, klárt og skemmtilegt fólk er langstærsti hópurinn. Það er gaman að taka þátt í þinginu. Ég náði alls konar málum í gegn. Mitt fyrsta mál sem ég fékk samþykkt var til dæmis að fatlað fólk gæti fengið notendastýrða persónulega aðstoð. Ég fékk alls konar í gegn fyrir barnafólk, einkum feður. Fékk samþykkta fjárfestingaráætlun fyrir innviðina. Stofnaði stjórnmálaflokk. Aðalatriðið er að mér fannst ekki leiðinlegt á þingi. Þingið sjálft er mikilvægur og krefjandi vettvangur. Þar er mikið spáð og spekúlerað, stundum rifist, kafað djúpt og mikið hlegið.En svo er það hitt Hitt var aftur leiðinlegra. Ég veit að stjórnmál eru þannig bransi að það telst góður árangur ef 85% þjóðarinnar þola þig ekki, svo lengi sem hin 15 kjósa þig. Ég veit líka að maður verður að vera með skráp. Mér tókst aldrei að koma mér upp almennilegum skráp. Við mínar fyrstu þingsetningar æpti fólk á okkur, gaf okkur fokkmerki og henti í okkur dósum og lyklum. Þetta situr í mér. Þingmenn grétu í kirkjunni. Stjórnmál eru eineltisumhverfi, ekki innan þings heldur utan þess. Ég las um mig í fjölmiðlum að ég væri puntustrákur, að ég vildi bara þægilega innivinnu, að ég væri í stjórnmálum bara út af því að mötuneytið væri svo fínt, að enginn myndi taka eftir mér í partíum, að ég liti út eins og lúðaleg útgáfa af Birni Thors (smá fyndið), að enginn gæti hugsað sér að fara út að borða með mér (hvað var það?), að ég væri innantómur og hugsjónalaus, með enga leiðtogahæfileika og að það EINA sem ég vildi í stjórnmálum væri að breyta klukkunni. Reyndar var klukkupælingin að fá Nóbelsverðlaunin, en hvað um það. Smám saman fékk ég nóg. Einu sinni sat ég á kaffihúsi með konunni minni og syni þegar maður á næsta borði sagði við son sinn að þarna sæti þingmaður, vondur maður, og þeir skyldu þess vegna færa sig.Hvað er að? Ég setti á Facebook að ég væri að grilla. Voða einlægur í góðu skapi. Umsvifalaust fékk ég á mig spurningar í hástöfum um það hvað ég ætlaði að gera fyrir heimilin. Þá hló ég reyndar. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum viðhorfum og reiðin er skiljanleg og allt það. Öll þessi neikvæða orka er samt sem áður yfirþyrmandi. Hún er of mikil. Einu sinni var veist að mér á Gay Pride fyrir framan börnin. Hvað er málið? Við berjumst gegn einelti í skólum. Kannanir meðal unglinga sýna að upp undir 10% þeirra telja að einhver eigi skilið einelti. Það finnst okkur auðvitað sjokkerandi. Á einhver skilið einelti? Kannski finnst fólki það um stjórnmálamenn. Ég er mjög feginn að vera laus. Og já, ég er að fara upp í bústað að grilla. Í einlægni sagt: Ég tek ofan fyrir ykkur sem standið í þessu núna. Gangi ykkur öllum vel. Hlýir straumar héðan. Virðing. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun