Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 19:00 Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. Vísir „Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið,“ segir Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, í grein um hælisumsóknir sem hann birtir á Facebook. Tilefni greinarinnar er væntanlega skrif Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda sem birtist í Morgunblaðinu í gær og hefur vakið mikið umtal. Bjarni segir Íslendinga eiga að senda út skýr skilaboð um að þeir ætli að leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Framlag Íslendinga muni ávallt takmarkast við stærð og styrk en Íslendingar hafi sýnt að það sem þeir gera skipti máli.„Tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Hann segir einn þátt þessa málaflokks verða iðulega tilefni til harðra orðaskipta en það varði það sem á stjórnsýslumáli kallast „tilhæfulausar umsóknir“ um alþjóðlega vernd. Flestar umsóknir þeirra sem koma frá ríkjum sem ekki eru á lista yfir óörugg lönd falla undir þá skilgreiningu að sögn Bjarna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir þeirra. „Reynsla stjórnvalda í öðrum löndum sýnir að það er mikilvægt að beita samræmdri túlkun reglnanna. Ella er boðið heim hættunni á að fá yfir okkur aukinn fjölda umsókna um hæli sem alls staðar annars staðar yrði hafnað. Um leið dregur úr getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á skjóli að halda,“ segir Bjarni. Hann nefnir að mikil fjölgun hafi orðið í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd í fyrra, þegar tölurnar þrefölduðust á milli áranna 2015 og 2016. „Við sjáum ekki sömu þróun milli ára nú, þar sem meðalfjöldi umsækjenda á mánuði er sambærilegur milli ára. Með samfellu í afgreiðslu þessara mála höfum við ekki ástæðu til að ætla að tilhæfulausum umsóknum þurfi að fjölga hér frekar,“ segir Bjarni.Nærtækara að endurskoða lagaumhverfið Hann spyr hvort tímabært sé að fara nánar yfir almenna regluverkið. „Í gildi eru reglur vegna þeirra sem vilja koma til landsins og sækjast eftir dvalarleyfi. Allir utan EES svæðisins þurfa þannig að uppfylla ákveðin grunnskilyrði eins og að vera sjúkratryggðir, geta framfleytt sér og sannað á sér deili. Í gegnum tíðina hef ég rekist á dæmi um mál þar sem þessar almennu reglur gerðu fólki, sem vildi flytja hingað til að búa og starfa, allt of erfitt fyrir. Mér finnst því að það hljóti að vera mun nærtækara að endurskoða þetta lagaumhverfi en að slaka verulega á málsmeðferðarkröfum vegna hælisleitenda.“Framlag Íslendinga stórvaxið Bjarni segir framlag Íslendinga til hjálparstarfa hafa stórvaxið og hluti aðstoðar þeirra felist í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Íslendingar hafi í stórauknum mæli tekið við flóttafólki beint úr flóttamannabúðum og á Íslandi hafi verið aukinn stuðningur við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. „Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook að umræðan um málefni útlendinga sé flókin og hún hafi lært mikið sem aðstoðarmaður í ráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal þegar mikið gekk á í málefnum hælisleitenda. „Við fengum málaflokkinn í fangið og þurftum að vinna hratt, læra hratt, þróa hratt, breyta hratt. Það sem skiptir máli í þessu er að oft er verið að blanda ýmsum hlutum saman. Við tökum á móti kvótaflóttafólki, ekki mörgu fólki en þegar við gerum það stöndum við almennt vel að því. Við tökum á móti fólki sem býr við hræðilegar aðstæður, í flóttamannabúðum, þar sem það hefur þurft að flýja heimili sín vegna þess að það er verið að sprengja þau í loft upp. Að sjálfsögðu á eitt ríkasta land í heimi að taka þátt í slíku alþjóðlegu hjálparstarfi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Þórdís. Hún segir innflytjendur eitt, kvótaflóttafólk annað, hælisleitendur enn annað og þegar hælisleitendur hafi fengið umsókn sína samþykkta fái þeir alþjóðlega vernd. Á þessu sé mikill munur að sögn Þórdísar og ekki hægt að grauta því saman í umræðum um málefni útlendinga almennt. Hún segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins skýra þegar kemur að málefnum útlendinga, þeir sem tala gegn henni geri það á eigin ábyrgð. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið,“ segir Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, í grein um hælisumsóknir sem hann birtir á Facebook. Tilefni greinarinnar er væntanlega skrif Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda sem birtist í Morgunblaðinu í gær og hefur vakið mikið umtal. Bjarni segir Íslendinga eiga að senda út skýr skilaboð um að þeir ætli að leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Framlag Íslendinga muni ávallt takmarkast við stærð og styrk en Íslendingar hafi sýnt að það sem þeir gera skipti máli.„Tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Hann segir einn þátt þessa málaflokks verða iðulega tilefni til harðra orðaskipta en það varði það sem á stjórnsýslumáli kallast „tilhæfulausar umsóknir“ um alþjóðlega vernd. Flestar umsóknir þeirra sem koma frá ríkjum sem ekki eru á lista yfir óörugg lönd falla undir þá skilgreiningu að sögn Bjarna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir þeirra. „Reynsla stjórnvalda í öðrum löndum sýnir að það er mikilvægt að beita samræmdri túlkun reglnanna. Ella er boðið heim hættunni á að fá yfir okkur aukinn fjölda umsókna um hæli sem alls staðar annars staðar yrði hafnað. Um leið dregur úr getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á skjóli að halda,“ segir Bjarni. Hann nefnir að mikil fjölgun hafi orðið í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd í fyrra, þegar tölurnar þrefölduðust á milli áranna 2015 og 2016. „Við sjáum ekki sömu þróun milli ára nú, þar sem meðalfjöldi umsækjenda á mánuði er sambærilegur milli ára. Með samfellu í afgreiðslu þessara mála höfum við ekki ástæðu til að ætla að tilhæfulausum umsóknum þurfi að fjölga hér frekar,“ segir Bjarni.Nærtækara að endurskoða lagaumhverfið Hann spyr hvort tímabært sé að fara nánar yfir almenna regluverkið. „Í gildi eru reglur vegna þeirra sem vilja koma til landsins og sækjast eftir dvalarleyfi. Allir utan EES svæðisins þurfa þannig að uppfylla ákveðin grunnskilyrði eins og að vera sjúkratryggðir, geta framfleytt sér og sannað á sér deili. Í gegnum tíðina hef ég rekist á dæmi um mál þar sem þessar almennu reglur gerðu fólki, sem vildi flytja hingað til að búa og starfa, allt of erfitt fyrir. Mér finnst því að það hljóti að vera mun nærtækara að endurskoða þetta lagaumhverfi en að slaka verulega á málsmeðferðarkröfum vegna hælisleitenda.“Framlag Íslendinga stórvaxið Bjarni segir framlag Íslendinga til hjálparstarfa hafa stórvaxið og hluti aðstoðar þeirra felist í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Íslendingar hafi í stórauknum mæli tekið við flóttafólki beint úr flóttamannabúðum og á Íslandi hafi verið aukinn stuðningur við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. „Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook að umræðan um málefni útlendinga sé flókin og hún hafi lært mikið sem aðstoðarmaður í ráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal þegar mikið gekk á í málefnum hælisleitenda. „Við fengum málaflokkinn í fangið og þurftum að vinna hratt, læra hratt, þróa hratt, breyta hratt. Það sem skiptir máli í þessu er að oft er verið að blanda ýmsum hlutum saman. Við tökum á móti kvótaflóttafólki, ekki mörgu fólki en þegar við gerum það stöndum við almennt vel að því. Við tökum á móti fólki sem býr við hræðilegar aðstæður, í flóttamannabúðum, þar sem það hefur þurft að flýja heimili sín vegna þess að það er verið að sprengja þau í loft upp. Að sjálfsögðu á eitt ríkasta land í heimi að taka þátt í slíku alþjóðlegu hjálparstarfi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Þórdís. Hún segir innflytjendur eitt, kvótaflóttafólk annað, hælisleitendur enn annað og þegar hælisleitendur hafi fengið umsókn sína samþykkta fái þeir alþjóðlega vernd. Á þessu sé mikill munur að sögn Þórdísar og ekki hægt að grauta því saman í umræðum um málefni útlendinga almennt. Hún segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins skýra þegar kemur að málefnum útlendinga, þeir sem tala gegn henni geri það á eigin ábyrgð.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30