Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 23:19 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Peter Aalbæk Jensen, framleiðandi dönsku myndarinnar Dancer in the Dark, segir hann og leikstjóra myndarinnar Lars von Trier hafa verið fórnarlömb tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur á tökustað myndarinnar. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Lars von Trier um kynferðislega áreitni á tökustað Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. Björk sagðist gera það eftir að hafa fengið innblástur frá öllum þeim konum sem hafa látið í sér heyra á netinu. „Hún gaf okkur Gullpálmann“ „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans,“ er haft eftir Jensen á vef danska dagblaðsins Jótlandspóstsins. Hann segir Björk hafa farið langt með að gera út af við gerð kvikmyndar sem kostaði 100 milljónir danskra króna. Hann segir framkomu Bjarkar hafa verið verið miðpunktinn á tökustað þar sem Björk hafi verið við stjórnvölinn. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið I´ve Seen it All sem var í myndinni, en tilnefningu hlaut hún ásamt Lars von Trier og Sjón sem sömdu texta lagsins. Myndin hlaut einnig Gullpálmann eftirsótta á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000 en Peter Aalbæk Jensen vill meina að Björk hafi verið sú sem vann til þeirra verðlauna. „Hún gaf okkur Gullpálmann, hún vann sjálfan Gullpálmann,“ er haft eftir Jensen. Hann segir Björk og von Trier hafa stillt sér upp saman og brosað fyrir framan myndavélarnar en Jensen vill meina að Björk sé ekki manneskja sem bæli óvild í garð nokkurs fyrir myndatökur. Vísir/Getty Drakk flösku af viskí á dag Jensen greinir frá því að á meðan tökum myndarinnar stóð hefði hann drukkið eina viskíflösku á dag því hann hafi verið svo hræddur um að myndin yrði ekki að veruleika vegna hegðunar Bjarkar. Áður hefur verið greint frá því að Björk hefði heitið því að vinna aldrei aftur að gerð kvikmyndar eftir reynslu sína af Dancer in the Dark. Greint var til dæmis frá því að samband Bjarkar og von Trier hefði verið svo stormasamt við tökur myndarinnar að Björk hefði rifið blússu sem hún neitaði að klæðast fyrir myndina og hefði lagt sér tætlur af blússunni til munns í mótmælaskyni áður en hún fór af tökustað. Haft var eftir umboðsmanni Bjarkar árið 2000 að Björk og von Trier væru ekki bestu vinir en þau væru ánægð með útkomu myndarinnar. Jensen minnist á blússuatvikið við Jótlandspóstinn. Björk sagði í færslu sinni á Facebook í dag að von Trier hefði borið upp á hana lygar við starfslið sitt eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans og að henni hefði verið kennt um að vera sú erfiða í samstarfi. Peter Aalbæk Jensen.Vísir/EPA Hann segir 175 til 250 manns hafa unnið að gerð myndarinnar á tökustað og mikið hafi gengið á, ef Lars von Trier á að hafa gert henni eitthvað þá vill Jensen meina að afar lítið hafi farið fyrir því hjá von Trier fyrst það komst ekki upp. Jensen þakkar hins vegar Björk fyrir allt sem hún gerði. Hann segir það ávallt mikla raun að gera kvikmynd í svo nánu samstarfi við leikstjóra og í slíku sambandi sé ávallt einhverskonar stig af ást. Hann vill meina að nornaveiðar eigi sér stað í dag vegna Harvey Weinstein-málsins. Áreiti almennt viðurkennt Björk nafngreindi ekki Lars von Trier í færslu sinni en hann talaði um reynslu sína af dönskum leikstjóra, og von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með við gerð kvikmyndar. Á þeim tíma sem Björk tók að sér hlutverk í myndinni hafi hún verið í virkilega sterkri stöðu í tónlistarheiminum sem hún hafði unnið sér inn. Þegar hún hafi ítrekað hafnað kynferðislegum umleitunum von Trier hafi hann refsað henni. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu.“ Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Peter Aalbæk Jensen, framleiðandi dönsku myndarinnar Dancer in the Dark, segir hann og leikstjóra myndarinnar Lars von Trier hafa verið fórnarlömb tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur á tökustað myndarinnar. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Lars von Trier um kynferðislega áreitni á tökustað Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. Björk sagðist gera það eftir að hafa fengið innblástur frá öllum þeim konum sem hafa látið í sér heyra á netinu. „Hún gaf okkur Gullpálmann“ „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans,“ er haft eftir Jensen á vef danska dagblaðsins Jótlandspóstsins. Hann segir Björk hafa farið langt með að gera út af við gerð kvikmyndar sem kostaði 100 milljónir danskra króna. Hann segir framkomu Bjarkar hafa verið verið miðpunktinn á tökustað þar sem Björk hafi verið við stjórnvölinn. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið I´ve Seen it All sem var í myndinni, en tilnefningu hlaut hún ásamt Lars von Trier og Sjón sem sömdu texta lagsins. Myndin hlaut einnig Gullpálmann eftirsótta á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000 en Peter Aalbæk Jensen vill meina að Björk hafi verið sú sem vann til þeirra verðlauna. „Hún gaf okkur Gullpálmann, hún vann sjálfan Gullpálmann,“ er haft eftir Jensen. Hann segir Björk og von Trier hafa stillt sér upp saman og brosað fyrir framan myndavélarnar en Jensen vill meina að Björk sé ekki manneskja sem bæli óvild í garð nokkurs fyrir myndatökur. Vísir/Getty Drakk flösku af viskí á dag Jensen greinir frá því að á meðan tökum myndarinnar stóð hefði hann drukkið eina viskíflösku á dag því hann hafi verið svo hræddur um að myndin yrði ekki að veruleika vegna hegðunar Bjarkar. Áður hefur verið greint frá því að Björk hefði heitið því að vinna aldrei aftur að gerð kvikmyndar eftir reynslu sína af Dancer in the Dark. Greint var til dæmis frá því að samband Bjarkar og von Trier hefði verið svo stormasamt við tökur myndarinnar að Björk hefði rifið blússu sem hún neitaði að klæðast fyrir myndina og hefði lagt sér tætlur af blússunni til munns í mótmælaskyni áður en hún fór af tökustað. Haft var eftir umboðsmanni Bjarkar árið 2000 að Björk og von Trier væru ekki bestu vinir en þau væru ánægð með útkomu myndarinnar. Jensen minnist á blússuatvikið við Jótlandspóstinn. Björk sagði í færslu sinni á Facebook í dag að von Trier hefði borið upp á hana lygar við starfslið sitt eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans og að henni hefði verið kennt um að vera sú erfiða í samstarfi. Peter Aalbæk Jensen.Vísir/EPA Hann segir 175 til 250 manns hafa unnið að gerð myndarinnar á tökustað og mikið hafi gengið á, ef Lars von Trier á að hafa gert henni eitthvað þá vill Jensen meina að afar lítið hafi farið fyrir því hjá von Trier fyrst það komst ekki upp. Jensen þakkar hins vegar Björk fyrir allt sem hún gerði. Hann segir það ávallt mikla raun að gera kvikmynd í svo nánu samstarfi við leikstjóra og í slíku sambandi sé ávallt einhverskonar stig af ást. Hann vill meina að nornaveiðar eigi sér stað í dag vegna Harvey Weinstein-málsins. Áreiti almennt viðurkennt Björk nafngreindi ekki Lars von Trier í færslu sinni en hann talaði um reynslu sína af dönskum leikstjóra, og von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með við gerð kvikmyndar. Á þeim tíma sem Björk tók að sér hlutverk í myndinni hafi hún verið í virkilega sterkri stöðu í tónlistarheiminum sem hún hafði unnið sér inn. Þegar hún hafi ítrekað hafnað kynferðislegum umleitunum von Trier hafi hann refsað henni. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu.“
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21