Þá er það komið á hreint - Niðurfelling tolla og vörugjalda skilaði sér til neytenda Andrés Magnússon skrifar 16. október 2017 16:00 „Það er tilgangslaust að fella niður tolla og vörugjöld, verslunin skilar slíku aldrei til neytenda.“ Þessa setningu og margar aðrar í svipuðum dúr hefur oft mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin ár, eða allt frá því að áform þáverandi stjórnvalda um afnám almennra vörugjalda og tolla voru kunngjörð haustið 2014. Það var svo sem ekki í fyrsta sinn sem verslun á Íslandi mátti sæta ásökunum í þessa veru, en segja má að slíkt hafi verið viðtekin venja tiltekinna afla, þegar skattkerfinu hefur verið breytt á þann veg að neytendur skyldu njóta ábatans. Þeir eru margir pólitísku lukkuriddararnir sem hafa reynt að slá keilur með því að tortryggja verslunina í þessum efnum og þar með allan þann stóra hóp fólks sem starfar innan þeirrar mikilvægu atvinnugreinar. Þá hafa sum hagsmunasamtök bæði launþega og neytenda ekki látið sitt eftir liggja, en þau hafa hvað eftir annað sett fram fullyrðingar á opinberum vettvangi, þar sem sömu eða svipaðar ávirðingar eru settar fram. Í þessu efni hefur það litlu sem engu breytt þó að ítrekað hafi verið skýrt út með opinberlega staðfestum gögnum, að niðurfelling vörugjalda og niðurfelling tolla hafi skilað sér til neytenda, í formi lægra vöruverðs. Þeir eru nefnilega ótrúlega margir sem setja sannleikann í annað sæti þegar þeir sjá sér hag í slíku. En sem betur fer kemur hið rétta oftast í ljós að lokum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur nú birt skýrslu sína „Áhrif afnáms tolla og vörugjalda á verðlag“, en skýrsla þessi er, eins og nafnið bendir til, samantekt þessarar virtu stofnunar á áhrifum umræddra skattkerfisbreytinga sem komu til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 2015 til 2017. Í ályktunarorðum skýrslunnar, sem eru jafnframt lokaorð hennar segir: „Í stuttu máli lækkaði smásöluverð þeirra vara sem hér voru til skoðunar um leið og fyrirkomulagi neysluskatta var breytt. Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda. Álagning kaupmanna lækkaði á flestum vörum í krónum talið.“ Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir sem fyrr voru nefndir og hæst hafa látið gagnvart versluninni, bregðast við. Munu þeir halda áfram á sömu braut og fyrr, eða munu þeir sjá að sér og viðurkenna að kannski hafi ekki verið innistæða fyrir öllum hástemmdu yfirlýsingunum sem fallið hafa?Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Það er tilgangslaust að fella niður tolla og vörugjöld, verslunin skilar slíku aldrei til neytenda.“ Þessa setningu og margar aðrar í svipuðum dúr hefur oft mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin ár, eða allt frá því að áform þáverandi stjórnvalda um afnám almennra vörugjalda og tolla voru kunngjörð haustið 2014. Það var svo sem ekki í fyrsta sinn sem verslun á Íslandi mátti sæta ásökunum í þessa veru, en segja má að slíkt hafi verið viðtekin venja tiltekinna afla, þegar skattkerfinu hefur verið breytt á þann veg að neytendur skyldu njóta ábatans. Þeir eru margir pólitísku lukkuriddararnir sem hafa reynt að slá keilur með því að tortryggja verslunina í þessum efnum og þar með allan þann stóra hóp fólks sem starfar innan þeirrar mikilvægu atvinnugreinar. Þá hafa sum hagsmunasamtök bæði launþega og neytenda ekki látið sitt eftir liggja, en þau hafa hvað eftir annað sett fram fullyrðingar á opinberum vettvangi, þar sem sömu eða svipaðar ávirðingar eru settar fram. Í þessu efni hefur það litlu sem engu breytt þó að ítrekað hafi verið skýrt út með opinberlega staðfestum gögnum, að niðurfelling vörugjalda og niðurfelling tolla hafi skilað sér til neytenda, í formi lægra vöruverðs. Þeir eru nefnilega ótrúlega margir sem setja sannleikann í annað sæti þegar þeir sjá sér hag í slíku. En sem betur fer kemur hið rétta oftast í ljós að lokum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur nú birt skýrslu sína „Áhrif afnáms tolla og vörugjalda á verðlag“, en skýrsla þessi er, eins og nafnið bendir til, samantekt þessarar virtu stofnunar á áhrifum umræddra skattkerfisbreytinga sem komu til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 2015 til 2017. Í ályktunarorðum skýrslunnar, sem eru jafnframt lokaorð hennar segir: „Í stuttu máli lækkaði smásöluverð þeirra vara sem hér voru til skoðunar um leið og fyrirkomulagi neysluskatta var breytt. Svo virðist sem lækkun gjalda hafi að mestu skilað sér í vasa neytenda. Álagning kaupmanna lækkaði á flestum vörum í krónum talið.“ Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir sem fyrr voru nefndir og hæst hafa látið gagnvart versluninni, bregðast við. Munu þeir halda áfram á sömu braut og fyrr, eða munu þeir sjá að sér og viðurkenna að kannski hafi ekki verið innistæða fyrir öllum hástemmdu yfirlýsingunum sem fallið hafa?Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun