Kominn í skáldastellingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 11:15 Björn Leó kveðst reyna að forðast tölvur meðan hugmyndavinna leikverks sé í gangi. Mynd/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira