Kominn í skáldastellingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 11:15 Björn Leó kveðst reyna að forðast tölvur meðan hugmyndavinna leikverks sé í gangi. Mynd/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“ Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“
Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira